Friðjón Rúnar Sigurðsson
Framkvæmdastjóri
Viðskiptafræðingur, Cand. Oecon, Háskóli Íslands
Löggiltur verðbréfamiðlari
Fridjon@stofn.is
822 9816
Friðjón hefur yfir 30 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði, meðal annars sem framkvæmdastjóri tveggja lífeyrissjóða og verðbréfafyrirtækis. Á ferli sínum hefur hann leitt fjölbreytt fjármálafyrirtæki og komið að eignastýringu, fyrirtækjaráðgjöf, sprotafjármögnun, rekstri verðbréfasjóða og ráðgjöf við fjármögnun bæði umfangsmikilla og smærri verkefna.
Friðjón var hluthafi í Virðingu verðbréfafyrirtæki frá árinu 2006. Virðing er nú hluti af Kviku eignastýringu. Hann var fyrst um sinn stjórnarformaður en frá árinu 2008 til 2014 var hann framkvæmdastjóri félagsins. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs Sjóvá á árunum 2005-2006. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Lífiðn (í dag Birta) frá 1998-2005. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins (í dag Birta) frá 1994-1998. Sérfræðingur í hagdeild og fyrirtækjaráðgjöf Búnaðarbanka Íslands frá 1992-1994
Síðan árið 2017 hefur Friðjón tekið virkan þátt í fasteignaþróun og fjárfest í fjölbreyttum byggingarverkefnum. Hann hefur meðal annars komið að byggingu um 220 íbúða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, auk um 4.000–4.500 fermetra af atvinnuhúsnæði. Friðjón hefur einnig víðtæka reynslu af stjórnarsetu og setið í stjórnum margra fyrirtækja í gegnum tíðina. Þar má nefna N1, Streng hf.(hugbúnaðarfyrirtæki), Reiknistofu lífeyrissjóðanna og Eignarhaldsfélag Alþýðubankans hf., sem síðar rann inn í Straum og er nú hluti af Kviku banka. Auk þess gegndi hann stjórnarsetu samhliða framkvæmdastjórn hjá Virðingu hf.
