Teymið

Friðjón Rúnar Sigurðsson

Framkvæmdarstjóri

822 9816

Anna Borg Friðjónsdóttir

Verkefnastjóri

662 5465

Stofn ráðgjöf var stofnað árið 2014. Stofn sérhæfir sig í ráðgjöf og þjónustu tengdum fasteignaviðskiptum fyrir lögaðila. Ráðgjafar okkar eru með mikla reynslu í fasteignatengdum verkefnum og fjármögnun þeirra. Við höfum aðstoðað aðila við að fjármagna fasteignir og við fasteignaviðskipti með góðum árangri um árabil.

Reynsla og sérhæfing​

Við búum að áratuga reynslu og traustri þekkingu á fasteigna- og fjármögnunarmarkaði. Sérfræðiþekkingin gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum sérsniðnar lausnir sem stuðla að fjárhagslegum árangri og langtíma stöðugleika. Með þessu tryggjum við árangursríkar lausnir fyrir viðskiptavini okkar.

Heilindi og trúnaður

Við leggjum mikla áherslu á trúnað og heilindi í öllu okkar starfi. Við veitum óháða ráðgjöf þar sem hagsmunir viðskiptavinarins eru alltaf í fyrirrúmi. Við tryggjum að allar upplýsingar viðskiptavina séu meðhöndlaðar með algjörum trúnaði og sjáum til þess að öryggi og persónuvernd séu tryggð í öllum ferlum.