Okkar þjónusta

Fjármögnun

Við veitum viðskiptavinum okkar sérhæfða ráðgjöf þegar kemur að fjármögnun á fasteignatengdum verkefnum. Við getum aðstoðað við langtímalán, endurfjármögnun, skammtímalán og framkvæmdarfjármögnun. Með okkar víðtæku reynslu höfum við komið að fjölbreyttum verkefnum allt frá fjármögnun einstakra íbúða til stórra fasteignasafna. Viðskiptavinir okkar koma úr fjölbreyttum atvinnugreinum og eru stór sem smá. Þar á meðal eru verktakar, fasteignafélög, bílaumboð og fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Ráðgjöf

Við veitum ráðgjöf þegar kemur að endurskipulagningu efnahags. Það er ferli sem getur falið í sér ýmsar aðgerðir t.d. sölu eigna eða rekstrareininga, auka eigið fé eða fá nýja aðila að inn í eigendahópinn og samningagerð við kröfuhafa og banka. Okkar ráðgjafar búa yfir mikilli reynslu og hafa komið að fjölbreyttum verkefnum í gegnum tíðina.